Nýja listagalleríið okkar hefur opnað ✨
Við þökkum ykkur fyrir afar ánægjulega fyrstu opnun listasýningar í verslun okkar að Mýrargötu 18. Bestu þakkir fyrir komuna öll sömul.
Við erum þeim 41 hæfileikaríku listamönnum sem lögðu í þessa ævintýraferð með okkur ákaflega þakklát fyrir að treysta okkur fyrir yfir 111 verkum þeirra. Þið eruð dásamleg! Kærar þakkir Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir, Anna Ólöf Jansdóttir, Ásgeir Skúlason, Auður Ómarsdóttir, Ásta Guðrún Óskarsdóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Baldur Helgason, Björgvin Sigurðarson, Claire Paugam, Dagur Benedikt Reynisson, Einar Viðar G. Thoroddsen, Grace Jane Claiborn-Barbörudóttir, Halldór Sturluson, Hallgrímur Helgason, Helga Sigríður Valdemarsdóttir, Helgi Vignir Bragason, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Dalberg, Julie Sjöfn Gasiglia, Kata Unnar Jóhanness, Kristinn Már Pálmason, Hólmfríður Sunna Guðmundsdóttir, Lilý Erla Adamsdóttir, Markús Bjarnason, Melkorka Katrín Korkimon, Martina Priehodová, Páll Ivan frá Eiðum, Patty Spyrakos, Ragga Weisshappel, Salome Hollanders, Salvör Sólnes, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sindri Dýrason, Snorri Ásmundsson, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, Steinar Fjeldsted, Tinna Magnúsdóttir, Unnar Ari Baldvinsson, Yael BC, Þórarinn Ingi Jónsson og Þorvaldur Jónsson.
Galleríið er opið yfir opnunartíma verslunarinnar og mun þessi uppstilling standa fram til byrjun janúar.