
Glazed mirrors er hönnunarlína eftir Salóme Hollanders sem samanstendur af þremur gerðum spegla: original glazed mirror, mini glazed mirro og tall glazed mirror.
Speglarnir eru lakkaðir með slitsterku háglanslakki og eru fáanlegir í sjö mismunandi litum. Háglanslakkið gefur speglunum mjúka og gljáandi áferð sem dregur fram bogadregnar útlínur þeirra. Salóme hannar og framleiðir hvert eintak hér á Íslandi í samstarfi við fagaðila og því fer mikil ást, vandvirkni og tími í gerð hvers spegils. glazed mirros skapa nýja breidd í tilveru þína og stækka jafnframt vídd rýmisins.
Salóme Hollanders (f. 1996) lauk BA-námi við Listaháskóla Íslands í vöruhönnun vorið 2022. Verk hennar liggja gjarnan á mörkum hönnunar og myndlistar, þar sem hún kannar rýmið sem skapast við skörun sviðanna tveggja. Salóme hefur tekið þátt í sýningum hérlendis og erlendis sem hafa vakið mikla athygli.
