
Ferroluce blandar meistaralega saman hefðbundnu ítölsku handverki og nútíma hönnun. Hvert ljós er handgert á Ítalíu og nær að fanga sjarmerandi nostalgíu í hönnun og útliti en jafnframt endurspegla nútímanæmi. Með heilshugar áherslu á gæði, smáatriði og tímalausan stíl tekst Ferroluce að færa ljósahönnun sína yfir í sérstæða skreytingalist.
Frá iðnaðar áhrifum yfir í retró-stíl bæta ljósastæðin frá Ferroluce við hlýju, karakter og glæsileika í hvaða rými sem er. Við getum ekki beðið eftir því að deila litríkum og einstökum ljósum þeirra með ykkur.
