Leita

Verið velkomin í La BOUTIQUE Design – hönnun fyrir heimilið

La Boutique Design er íslensk vefverslun sem býður franskar og evrópskar heimilis- og hönnunarvörur í hæsta gæðaflokki. Við bjóðum Íslendingum vistvænar gæðavörur frá vörumerkjum og framleiðendum sem við þekkjum, elskum og treystum sjálf. Við einsetjum okkur að bjóða sambærileg verð og bjóðast á meginlandi Evrópu, með það að markmiði að stuðla að heilbrigðri samkeppni. Hér getur þú lesið smávegis um okkar hugsjón.

Hvers vegna?
Við komu mína til Íslands komu gæði og stíll íslenskrar og skandinavískrar hönnunar mér afar ánægjulega á óvart. Stíllinn er fágaður, mínímalískur og hagnýtur og ég fann að það höfðaði vel til mín. Mér fannst þó eitthvað vanta. Ég saknaði dirfskunnar, duttlunganna og litagleðinnar sem ég þekkti í hönnun frá heimalandi mínu, Frakklandi. Eftir að hafa búið í Lyon og París mestallt mitt líf, þar sem ég stundaði nám og starfaði innan viðskiptageirans, settist ég svo að á þessu fallega landi, Íslandi.

Í þakklætisskyni fyrir þann innblástur sem dvölin hér hefur veitt mér, vildi ég deila þekkingu minni, reynslu og ástríðu fyrir gæðahönnun. Ég vildi færa Íslendingum eitthvað nýtt, eitthvað sígilt með nútímalegri nálgun. Hjá okkur er frönsk hönnun höfð í forgrunni, en einnig bjóðum við upp á gæðahönnun frá alþjóðlegum vörumerkjum sem við þekkjum og treystum, og viljum koma á framfæri og gera Íslendingum aðgengilega í gegnum netverslun okkar.

Hvernig?
Við berum virðingu fyrir umhverfinu, jörðinni og fólkinu sem hana byggir, og leggjum því áherslu á að bjóða upp á úrval vistvænnar hönnunar frá vörumerkjum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Þeim vörumerkjum eru sérstaklega gerð skil í vöruflokkinum „Vistvæn hönnun“.

Við vinnum náið með okkar birgjum, og um leið og viðskiptavinur leggur inn pöntun fyrir vöru, staðfestum við kaupin hjá birgi. Við flokkum pantanir og sendum saman, og höldum þannig bæði sendingarkostnaði og kolefnisspori í lágmarki. Pöntunar má vænta einni til fjórum vikum eftir að hún er lögð inn. Til að gera innkaupin sem einföldust hafa allir kostnaðarliðir þegar verið reiknaðir inn þau verð sem birtast í netverslun.

La Boutique Design er svo miklu meira en bara netverslun. Ánægja viðskiptavina er í forgrunni og hægt er að hafa samband við okkur hér í gegnum vefinn, tölvupóst, samfélagsmiðla eða símleiðis til að tryggja að innkaupin gangi sem best fyrir sig og séu ánægjuleg. 

Hvað er það sem við gerum?
Gæði varanna sem við bjóðum upp á eru okkar helsta áhersla, og þau felast í smáatriðunum. Efniviður, hönnun, form, lögun, litir og natni við framleiðslu koma saman til að skapa vörur sem verða hluti af heimilinu og njóta vægis. Öll eru þessi atriði okkur hugleikin, svo viðskiptavinir geta verið þess fullvissir að þegar þeir versla hjá La Boutique Design muni þeir fá einstaka vöru.

Hver einasta hönnun sem við bjóðum er sérvalin til að tryggja að hún samrýmist gildum okkar og hugsjónum. Við vinnum milliliðalaust með framleiðendum, svo að ferðalag vörunnar frá hönnuði og í þínar hendur er gagnsæ og auðrekjanleg. Vegna þess að verslunin er að einvörðungu hýst á netinu fellur engin álagning á vörurnar vegna kostnaðar við verslunar- eða geymslurými. Það gerir okkur kleift að bjóða Íslendingum upp á breitt úrval hágæða hönnunarvara á sambærilegu verði og býðst annarsstaðar í Evrópu.

Ég hlakka til að heyra frá ykkur og aðstoða á allan mögulegan máta. Eigðu ánægjulega innkaupaupplifun á La Boutique Design!

Kær kveðja,
Maxime,
eigandi og stofnandi.