Leita

Greiðslur


Þú staðfestir pöntun með því að velja „Greiða” (síðasta skrefið í pöntunarferli).
Innkaupakarfan sýnir heildarverð pöntunar með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði (ef um sendingu innan höfuðborgarsvæðis er að ræða).
Greiðsluferlið opnast í nýjum vefglugga þegar þú velur „halda áfram“. Þar notar þú þá greiðslumöguleika sem eru til staðar, NETGÍRÓ eða slærð inn kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer. Þetta er öruggt vefsvæði og LaBoutiqueDesign hefur ekki aðgang að því.
Við bjóðum upp á þrenns konar greiðslumöguleika, millifærslu, kreditkort eða netgíró.

Það er hægt að greiða með millifærslu, þegar sá valmöguleiki er valinn þá færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu fyrirtækisins. Pöntun er samþykkt um leið og millifærslan hefur gengið í gegn, ef ekki er greitt innan 2ja daga telst pöntun ógild. Senda þarf kvittun úr heimbanka á contact@laboutiquedesign.is með pöntunarnúmeri sem skýringu.
Þú getur einnig greitt fyrir vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar (Borgun.is) sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.
Netgíró bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum sem mögulegt er að dreifa á 2-12 mánuði.

Sé frekari upplýsinga óskað, sendið okkur póst á contact@laboutiquedesign.is eða hefur samband í síma 762-2466.

Pöntunarstaðfesting

Þegar þú hefur lokið pöntun þinni á vefnum sendum við pöntunarstaðfestingu / nótu á netfangið sem þú gafst upp við pöntun. Í pöntunarstaðfestingunni kemur fram hvaða vara var keypt, afhendingarmáti, greiðslumáti og verð.
Vörureikningurinn gildir sem ábyrgðarskírteini vörunnar og það skal varðveita.