AFKliving er franskt merki undir áhrifum frá skandinavískri hönnun sem býður upp frábært úrval af mottum fyrir heimilið og í barnaherbergin. Motturnar eru vistvænar með áherslu á endingu, bæði í hönnun og gæðum. Úrvalið af mottunum er vítt og breitt og ætti að henta smekk allra fagurkera.
Stofnandinn Emmanuelle Toché hefur mikla ástríðu fyrir myndlist, ferðalögum og skandinavískri hönnun. Við getum séð grafíska ástríðu hennar í gegnum fjölbreytt safn teppanna. “Hygge” andi hönnunarinnar leggur áherslu á þægindi, hlýleika heimilisins, fjölskyldu og vellíðan.
Framleiðsla á öllum mottunum er umhverfisvæn með því að nota náttúruleg efni eins og bómull og einnig er notast við eiturefnalaust litunarferli. Allar mottur eru vottaðar með OEKO-TEX 100 stimpli sem vottar það að vörurnar innihalda ekki skaðleg efni.