Frá árinu 2003 hefur Swedish Maze framleitt hagnýta og mínímalíska innanhússhönnun, sem notiðhefur vinsælda um allan heim.
Öll framleiðsla fer fram í Svíþjóð, aukið eftirlit með framleiðslu og meiri meðvitund um umhverfisáhrif.
Framleiðslan er í samræmi við hugsjónir þeirra um hæga framleiðsluhætti, en með þeim má tryggja að útkoman sé endingargóð vara, sem unnin er í heilbrigðu vinnuumhverfi, af fagfólki sem hlýtur sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Með hægari framleiðsluháttum er einnig dregið úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar.