Leita

Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu La Boutique Design til neytenda.

Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum.

Hér eftir er seljandi, La Boutique Design í eigu Kauptu Betur ehf, Mýrargata 18, 101 Reykjavíkkennitala 701118-0140, virðisaukaskattsnúmer 133456. Kauptu Betur ehf. er skráð í Firmaskrá Íslands. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup, sjá nánar í grein 11.

1/ Greiðslur

Þú staðfestir pöntun með því að velja „Greiða” (síðasta skrefið í pöntunarferli).
Innkaupakarfan sýnir heildarverð pöntunar með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði (ef um sendingu innan höfuðborgarsvæðis er að ræða).

Greiðsluferlið opnast í nýjum vefglugga þegar þú velur „halda áfram“. Þar notar þú þá greiðslumöguleika sem eru til staðar, NETGÍRÓ eða slærð inn kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer. Þetta er öruggt vefsvæði og LaBoutiqueDesign hefur ekki aðgang að því.

Við bjóðum upp á þrenns konar greiðslumöguleika, millifærslu, kreditkort eða netgíró.

Það er hægt að greiða með millifærslu, þegar sá valmöguleiki er valinn þá færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu fyrirtækisins. Pöntun er samþykkt um leið og millifærslan hefur gengið í gegn, ef ekki er greitt innan 2ja daga telst pöntun ógild. Senda þarf kvittun úr heimbanka á contact@laboutiquedesign.is með pöntunarnúmeri sem skýringu.

Þú getur einnig greitt fyrir vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar (Borgun.is) sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

Netgíró bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum sem mögulegt er að dreifa á 2-12 mánuði.
Sé frekari upplýsinga óskað, sendið okkur póst á contact@laboutiquedesign.is eða hefur samband í síma 762-2466.

Pöntunarstaðfesting
Þegar þú hefur lokið pöntun þinni á vefnum sendum við pöntunarstaðfestingu / nótu á netfangið sem þú gafst upp við pöntun. Í pöntunarstaðfestingunni kemur fram hvaða vara var keypt, afhendingarmáti, greiðslumáti og verð.
Vörureikningurinn gildir sem ábyrgðarskírteini vörunnar og það skal varðveita.

2/ Afhendingartími og sendingarkostnaður

Afhendingartími er að jafnaði 1-8 vikur (fer eftir vörum) eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim til kaupanda nema að annað sé tekið fram.

Sækja í búðina í Mýrargötu 18, 101 Reykjavík: 0 kr.

Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu (póstnr 101>225 /270/271/276) á pöntunum yfir 50.000 kr

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu (póstnr 101>225 /270/271/276):

 • S (< 10kg ): 1.200 kr.
 • M (frá 10.1 til 20kg): 1.500 kr.
 • L (frá 20.1 til 50kg): 2.500 kr.
 • XL (> 50kg): 3.000 kr.

Heimsending utan höfuðborgarsvæðisins (póstnr 230>262 /300>902):

 • S (< 10kg ): 2.500 kr.
 • M (frá 10.1 til 20kg): 4.500 kr.
 • L (frá 20.1 til 50kg): 6.500 kr.
 • XL (> 50kg): 8.500 kr.

3/ Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Vörum sem eru pantaðar af netinu er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. La Boutique Design, áskilur sér rétt til endurgreiðslu á vöru i allt að 30 daga frá því að vöru hefur verið skilað og ástand hennar samþykkt. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema við eigi og viðskiptavinur hafi óskað eftir afhendingarmáta sem telja má ódýrastan. Viðskiptavinir skulu bera beinan kostnað af því að skila vöru. Viðskiptavinir skulu tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins, en það er m.a. hægt að gera með því að senda tölvupóst á netfangið contact@laboutiquedesign.is.

Vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja góða upplifun fyrir notendur. Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og þær upplýsingar til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl.

Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a.

 • að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður og sníða þá leit, þjónustu, ofl. í samræmi við fyrri notkun og stillingar

 • að safna saman tölfræðilegum upplýsingum sem notaðar eru til gefa innsýn til að bæta vefsvæðið og þjónustuna

 • að birta notendum auglýsingar

 • að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um vefinn

Við notum Google Analytics til vefmælinga. Upplýsingar sem Google Analytics safnar eru ekki persónugreinanlegar upplýsingar. Við notum Facebook og Google Ads til að mögulega birta auglýsingar til notenda sem heimsótt hafa vefsvæðið en það er gert án þess að notast við persónugreinanlegar upplýsingar.

Ef þú vilt ekki heimila slíkt getur þú slökkt á þeim í stillingum í vafranum. Góðar upplýsingar um stillingar á vafrakökum er að finna hér: allaboutcookies.org

4/ Meðferð persónuupplýsinga

Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, kennitölu, netfangi og símanúmeri í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér, skráningu á póstlista eða vegna annarra samskipta við þig. Einnig fjármálatengdar upplýsingar og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir. Allar persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té eða kunna að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við lög 90/2018 um persónvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð ESB nr. 2016/679.

Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Vefurinn notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari.

SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Óskir þú frekari upplýsingar eða viljir láta eyða gögnum um þig hafðu þá samband við contact@laboutiquedesign.is