Leita

75 - Salóme Hollanders, "það sést í jökulinn héðan", Olía á striga, 60x75cm, 2025.

150.000 kr.

Salóme Hollanders (f. 1996) er myndlistarmaður og hönnuður búsett í Reykjavík. Hún lauk BA námi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands vorið 2022. Í gegnum verk sín tekst Salóme á við mörkin milli myndlistar og hönnunar og nýtir þannig rýmið sem skapast við skörun sviðanna tveggja.
Hún vinnur í fjölbreytta miðla, þar á meðal vöruhönnun, málverk, skúlptúra og innsetningar. Salóme vinnur gjarnan með andstæður á borð við geómetríu og kerfi í bland við flæðandi og lífræn form. Hún kannar mörk efniviðarins og færir hann inn í samhengi sem kann að virðast honum framandi, með áherslu hið óvænta.
Í nýjustu verkum sínum hefur Salóme sett sig í búning landslagsmálaras þar sem hún skoðar náttúruna í gegnum formgerð og liti. Verk hennar endurspegla sífellda togstreitu milli formfestu og þess ófyrirsjáanlega, strúktúrs og flæðis.
Salóme hefur sýnt verk sín bæði hér á landi og erlendis og hefur meðal annars haldið einkasýningu í Listasafninu á Akureyri árið 2024.

laboutiquedesign.is

: Gallerí

Gallery,

Sækja í búðina í Mýrargötu 18, 101 Reykjavík: 0 kr.

Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu (póstnr 101>225 /270/271/276) á pöntunum yfir 50.000 kr

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu (póstnr 101>225 /270/271/276):
S (< 10kg ): 1.200 kr.
M (frá 10.1 til 20kg): 1.500 kr.
L (frá 20.1 til 50kg): 2.500 kr.
XL (> 50kg): 3.000 kr.


Heimsending utan höfuðborgarsvæðisins (póstnr 230>262 /300>902):
S (< 10kg ): 2.500 kr.
M (frá 10.1 til 20kg): 4.500 kr.
L (frá 20.1 til 50kg): 6.500 kr.
XL (> 50kg): 8.500 kr.


Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:
Vörum sem eru pantaðar af netinu er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu.