
Með nútíma tækni hefur La Boite Concept tekist að endurskapa hið hefðbundna hljóðkerfi og hannað glæsilega hátalara. Hver þeirra er búinn til í Frakklandi úr hágæða hráefnum. Auk þess sem hátalarnir bjóða upp á gæða hljóð að þá blandast útlitshönnun þeirra vel inn í nútíma heimili.
Frá nettu en jafnframt kraftmiklu Cube Series þeirra yfir í stórglæsilegu LX plötuspilara þeirra er óhætt að segja að hver vara endurspegli arfleifð handverksins. Hátalarnir eru ekki einungis hljóðkerfi heldur eru þeir fáguð hönnunarhúsgögn.
Á bak við hverja sköpun þeirra liggur skuldbinding við sjálfbærni, nýsköpun og endingu. Við gatnamót hljóðverkfræði annars vegar og fagurfræðilegs ágætis hins vegar býður La Boite Concept upp á hlustunar upplifun ólíkri nokkurri annarri.
