Drugeot Manufacture er franskt vörumerki sem framleiðir hágæða viðarhúsgögn. Við framleiðslu vörumerkisins er mikið lagt uppúr að hugsa vel um umhverfið með því að nota hágæða tré úr frönskum skógi með FSC stimpli og með því að endurvinna viðarúrskurðinn og afgangana. Allar vörurnar eru handgerðar af lærðum smiðum.
Sagan hefst í Anjou héraði í vestur Frakklandi við árbakka Drugeot. Hérað sem er þekkt fyrir mikið skóglendi. Árið 1976 opnaði Jean Louis Rochepeau trésmíðaverkstæði og byrjaði að smíða húsgögn úr gegnheilum viði undir vörumerkinu Drugeot-boutique. Þegar börn hans tóku við framleiðslunni og sameinuðu hefðbundna verkkunnáttu við nútímalega hönnun varð Drugeot hluti af nýju frönsku bylgjunni í húsgagnahönnun og er þekkt fyrir djarfa hönnun og gæði í framleiðslu.