Leita

UMHVERFISVÆN HÖNNUN

Grundvöllur La Boutique Design er ástríða okkar fyrir fallegum, einstökum munum sem framleiddir eru af sérstæðri þekkingu og í samræmi við umhverfissjónarmið okkar. Við leggjum áherslu á að starfa með gæðamerkjum sem tileinka sér vistvæna nálgun í framleiðsluháttum og bera bæði virðingu fyrir jörðinni og mannkyninu. Þannig getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á bestu hönnun sem völ er á.

 

Við gerum þessum vörumerkjum hátt undir höfði í vöruflokkinum „Vistæn hönnun“. Með þessu viljum við stuðla að aukningu í sjálfbærri framleiðslu, vistvænni kaupum og bjartari framtíð fyrir Jörðina og okkur sem hana byggja. Allar vörur í þessum flokki uppfylla í það minnsta eitt af eftirfarandi skilyrðum:

 


Allar vörur í flokkinum „Vistæn hönnun“ uppfylla í það minnsta eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • Staðbundin evrópsk framleiðsla í nærsamfélagi: Með þessum framleiðsluháttum má draga úr umhverfisáhrifum sem vöruflutningar hafa í för með sér, efla samfélagið á framleiðslusvæði, auk þess að hámarka rekjanleika vörunnar og geta svarað spurningunum „hvaðan kom þessi vara?“ og „hver bjó hana til?“.

  • Endurnýting efniviðar: Efniviður er uppspretta innblásturs, og loftslagsváin krefst þess að fundnar séu hagnýtar og skapandi lausnir við vöruhönnun og framleiðslu. Endurvinnsla og nýbreytni við að finna og nýta efnivið móta ný viðmið og gildi fyrir vistvæna framleiðslu.

  • Endingargóð hráefni í miklum gæðum: Gæði eru höfð í öndvegi hjá La Boutique Design, þar sem hvert smáatriði skiptir máli. Við val á hráefni er ábyrg ákvarðanataka höfð í fyrirrúmi. Við leitumst við að nota endurunnin og endurvinnanleg hráefni, fengin úr sjálfbærum auðlindum. Þau hráefni sem verða að fullunninni vöru, uppruni þeirra og nýting, mót og lögun, litir og mynstur leika lykilhlutverk við sköpun einstakrar, en einfaldrar og tímalausrar vöru sem endist áratugum saman.

  • Handiðn, nýsköpun og vistvæn framleiðsla: Einstök vara verður til þegar skapandi hönnun er unnin af kostgæfni og með faglegu handbragði, allt frá fyrstu drögum til fullunnar vöru. Við teljum að hefðbundin handiðn samrýmist vel nýjum framleiðsluháttum, og með þeirri samrýmingu geta framleiðendur komið til móts við óskir um sérhönnun og sérsmíði hágæða húsgagna.

  • Nýsköpun og vistvæn framleiðsla: Nýsköpun í hönnun birtist ekki endilega í fullunninni vöru, heldur felst oft í nýbreytni og lausnamiðaðri hugsun við framleiðslu vörunnar. La Boutique Design hefur það að leiðarljósi að stuðla að vistvænum framleiðsluháttum á borð við nýtingu endurnýjanlegra auðlinda og sjálfbærrar orku, til að draga eftir fremsta megni úr umhverfisfótspori varanna sem við bjóðum upp á.