Andrea Maack er íslensk hágæða ilmlína úr smiðju listakonunnar Andreu Maack en hún hefur afmáð mörkin á milli listsköpunar og tísku. Listsköpun Andreu er drifin áfram af mikilli þörf fyrir því að skapa nýstárleg verk sem höfða til allra skynfæra.
Fyrsti ilmur Andreu var frumsýndur á óháðri listsýningu árið 2008. Á sýningunni endurskapaði hún kynningu á nýjum ilmi en Andrea hannaði ilminn SMART fyrir tilefnið, klippti síðan listaverkið niður í ilmspjaldastærð og gestir fengu þannig til sín ilmandi hluta verksins.
Árið 2010 leit ANDREA MAACK vörumerkið dagsins ljós en ilmlínan hennar samanstendur af tíu mismunandi ilmum sem hafa vakið mikla athygli fyrir fágun og frumleika.