Leita

19 - Aðalheiður Valgeirsdóttir

270.000 kr.

Aðalheiður Valgeirsdóttir er myndlistarmaður, sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1982 og hefur unnið að myndlist síðan. Hún lauk BA og MA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga m.a. í Listamenn gallerí, Gerðarsafni, Ásmundarsal og Hallgrímskirkju og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.

Hún hefur unnið ýmis verkefni á sviði listfræði, sem kennari og greinahöfundur og verið sýningarstjóri í söfnum og galleríum. Myndheimur Aðalheiðar hefur frá upphafi hverfst um náttúruna og nálgunin tekið breytingum í áranna rás. Verk hennar eru unnin á mörkum hins raunverulega og hins huglæga í beinum tengslum við náttúruna og síbreytilegar birtingarmyndir hennar allan ársins hring.

Gróður og lífræn form einkenna verkin á sýningunni þar sem leitast er við að túlka iðandi lífskraftinn með olíulitum á striga. Aðalheiður er félagi í SÍM, FÍM, félaginu Íslensk grafík, Nýlistasafninu og Listfræðafélagi Íslands. Hún býr í Reykjavík og í Biskupstungum þar sem hún hefur vinnustofu.

laboutiquedesign.is

: Gallerí

Gallery,

Sækja í búðina í Mýrargötu 18, 101 Reykjavík: 0 kr.

Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu (póstnr 101>225 /270/271/276) á pöntunum yfir 50.000 kr

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu (póstnr 101>225 /270/271/276):
S (< 10kg ): 1.200 kr.
M (frá 10.1 til 20kg): 1.500 kr.
L (frá 20.1 til 50kg): 2.500 kr.
XL (> 50kg): 3.000 kr.


Heimsending utan höfuðborgarsvæðisins (póstnr 230>262 /300>902):
S (< 10kg ): 2.500 kr.
M (frá 10.1 til 20kg): 4.500 kr.
L (frá 20.1 til 50kg): 6.500 kr.
XL (> 50kg): 8.500 kr.


Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:
Vörum sem eru pantaðar af netinu er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu.