Leita

Hver er Guðbjörg?

Ég heiti Guðbjörg Einars og held úti Instagram reikningnum Íslensk Heimili (icelandichomeinterior). Ég er þrítug eiginkona og móðir, og starfa sem lögreglukona hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Mitt helsta áhugamál er innanhússhönnun og tímalaus húsgögn. Það er eitthvað við fallega hönnun sem hlýjar mér í hjartastað.




Hvað er Íslensk Heimili (Icelandic Home Interior) og hver er sagan á bakvið það?

Ég stofnaði Icelandic Home Interior reikninginn í byrjun árs, en áður hélt ég úti persónulegum reikningi þar sem ég deildi líka innblæstri frá heimili mínu með fylgjendum. Eftir að ég eignaðist drenginn okkar þá langaði mig að breyta um stefnu, loka á persónulega pósta og leggja meiri áherslu á hönnun og innblástur. Það eru til svo mörg falleg heimili á Íslandi og tilgangurinn með reikningnum er að sýna frá þeim, veita innblástur og deila honum með fylgjendum.



Hvenær uppgötvaðirðu áhuga þinn á hönnun?

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun en hann jókst mikið þegar ég og maðurinn minn keyptum okkar fyrstu íbúð. Þá gafst mér loksins tækifæri til að sinna áhugamálinu og áhuginn hefur bara vaxið, enda er svo gaman að gera fallegt í kringum sig.




Hvernig myndirðu skilgreina þinn stíl? Hvers konar hönnun heillar þig?

Ég hef alltaf heillast af mínímalískum stíl, „less is more“ er klassískt mottó. Draumahúsið mitt væri í skandinavískum stíl; steypt hús, hátt til lofts, rósettur og loftlistar, viðargólf og stórir fallegir gluggar. Þegar kemur að húsgögnum þá heillast ég mest af tímalausri hönnun. Vönduð og falleg húsgögn eru ekki bara mublur, heldur fjárfesting. Ég reyni að kaupa hluti sem ég kem ekki til með að fá leið á og munu endast mér út lífið.


Hvað/hver veitir þér helst innblástur?

Dönsk hönnun hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er eitthvað við þá, Danir bara kunna þetta. Fallegir stólar og ljós eru þeir hlutir sem ég heillast mest af þegar kemur að húsgögnum. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég fylla heimili mitt af fallegum ljósum og stólum. Fallegar mottur eru líka í uppáhaldi hjá mér og eru nauðsynlegar á öll heimili.




Er eitthvert rými á heimili þínu í uppáhaldi hjá þér? Hvaða rými hefur þú lagt mesta áherslu á?

Við erum nýlega flutt í gamalt hús sem við erum að gera upp í rólegheitunum. Húsið er í gömlu hverfi á Selfossi, steypt og á tveimur hæðum. Neðri hæðin er nánast tilbúin hjá okkur, en hún skiptist í tvær stofur, hol og stigagang, eldhús og þvottahús. Uppáhaldsstaðurinn minn í húsinu er anddyrið og stiginn upp á efri hæðina, enda var það rýmið sem seldi mér húsið. Það er eitthvað við birtuna og hönnunina sem heillar mig, og svo hefur mig dreymt um að búa í húsi með stiga frá því ég var lítil stúlka.


Hvaða litir einkenna stílinn þinn? Hvaða efni eru í uppáhaldi?

Litapallettan á heimilinu er svört, grá og hvít. Til að brjóta hana upp erum við með viðarparket, viðarstóla og plöntur. Ég er á því að fólk eigi að fara eftir sínu eigin höfði þegar kemur að litavali heimilisins. Það hefur verið mikið í umræðunni að gráir tónar séu kaldir og leiðinlegir, en það fer allt eftir stemningunni. Gráir litir geta nefnilega einmitt verið hlýir með réttu húsgögnunum.




Hvernig uppgötvaðirðu La Boutique Design?

Það er ekki langt síðan ég uppgötvaði verslunina, en ég hef verið alveg heltekin síðan. Það er svo gaman að uppgötva nýja hluti og blæbrigði í innanhússmunum. Með versluninni opnast nýr heimur af fallegri evrópskri hönnun sem hefur ekki verið aðgengileg á Íslandi fyrr. Hlýlegir tónar frá Suður-Evrópu í öllum tegundum hráefna, viði, málmum, textíl og steypu svo fátt eitt sé nefnt. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo þykir mér gaman að sjá að La Boutique Design leggur áherslu á að selja vörur frá hönnuðum sem tileinka sér vistvæna nálgun í framleiðsluháttum og bera virðingu fyrir jörðinni og mannkyninu.



Hvaða vörur La Boutique Design eru í uppáhaldi hjá þér?

Það eru svo margir hönnuðir og vörumerki hjá La Boutique Design sem heilla mig, en Maze, Almost, Handvärk og DCW éditions eru í sérstöku uppáhaldi.


Hvaða verkefni eru á döfinni?

Næstu verkefni á dagskrá hjá mér eru að klára að gera upp efri hæðina á húsinu okkar, útbúa heimakrifstofu og ljúka við hjónaherbergið og barnaherbergin. Hvað varðar Icelandic Home Interior instagramsíðuna, þá eru nokkur verkefni á döfinni og draumurinn er að fara eitthvað lengra með síðuna.



Hér að neðan má sjá lista yfir þær vörur sem Guðbjörg valdi í stofuna og barnaherbergið



ALMOST Armchair 4th Oak
64.990 kr.
DRUGEOT Mirror Circuit Oval
59.990 kr.
HARTO Dresser Gabin Oak & Light Grey
329.990 kr.
IT’S ABOUT ROMI Floor Lamp Cardiff
39.990 kr.
Velja
GOOD&MOJO Suspension Light Madagascar Black
49.990 kr.
GOOD&MOJO Floor Lamp Tuvalu 60x70cm
49.990 kr.
HARTO Mirror Lubin Oak 55cm
27.990 kr.
MAZE Magazine Rack Now
28.990 kr.
Velja
MAZE Bedside Table Tracy Left
169.990 kr.
Velja
MAZE Bench Nancy Black
189.990 kr.
KANN DESIGN Chair Galta Black Oak
69.990 kr.
KANN DESIGN Dining Table Galta Black Oak 200cm
369.990 kr.
AFKLIVING Rug Nomad Beige
19.990 kr.
Velja
AFK LIVING Kids Rug Race Track Grey
18.990 kr.
Velja
MOULIN ROTY Soft Toy Giant Josephine the whale “Le voyage d'Olga”
16.990 kr.
MOULIN ROTY Xylophone “Les Popipop”
4.590 kr.
MOULIN ROTY Suitcase Large tool box “Classic toys”
12.990 kr.
MOULIN ROTY Transport puzzle “Les Popipop”
3.490 kr.
MOULIN ROTY Doll Madame Constance “Les Parisiennes”
9.990 kr.
MAZE Multi Functional Furniture Coffee Table Storage The Cube
45.990 kr.
Velja
HARTO Sideboard Gabin Walnut Slate Grey Metal 122cm
259.990 kr.
HARTO Mirror Grand Lubin Natural Walnut
29.990 kr.