Leita

Hver er Hildur Rut?

Ég heiti Hildur Rut Ingimarsdóttir og er matarbloggari á Trendnet. Ég er 33 ára og bý í Kópavogi ásamt unnusta mínum Birni Inga og börnum mínum þeim Unnari Aðalsteini (9 ára) og Eddu Vilhelmínu (2 ára). Ég hef mikla ástríðu fyrir matargerð, elska að búa sjálf til mínar uppskriftir og miðla þeim til annarra. Ég byrjaði mjög ung að hafa áhuga á mat og matargerð og fékk oft að leika mér í eldhúsinu, elda og baka kökur. Ásamt matargerðinni hef ég mikinn áhuga á grafískri hönnun og ljósmyndun og sameina ég þetta þrennt í störfum mínum. Í dag vinn ég sjálfstætt við ýmis verkefni.




Hvenær uppgötvaðiru áhuga þinn á hönnun?

Ég hef haft áhuga á fegurðinni í umhverfinu frá því að ég man eftir mér og áhugamál mín hafa lengi snúist um allt sem viðkemur hönnun og tísku. Áhuginn jókst mikið þegar ég byrjaði sjálf að búa til mitt eigið heimili og það kemur varla dagur þar sem ég er ekki að pæla í hönnun að einhverju leyti. Árið 2017 gerðum við upp gamla 50’s íbúð í Laugarnesinu og mér fannst mjög gaman að skipuleggja það. Við rifum út baðherberginu, settum nýtt parket ofl. Við ákváðum að halda eldhúsinu og gefa því nýtt líf með nýrri borðplötu og málningu. Þetta var dásamlegt og stefnan er að taka næstu íbúð eða hús í gegn á þennan hátt. Núna búum við í glænýrri íbúð í Kópavoginum og því þurfum við að gera minna.

Hvernig myndir þú skilgreina þinn stíl? Hvers konar hönnun heillar þig?

Ég myndi segja að stíllinn minn sé skandinavískur, afslappaður og hlýlegur. Mér finnst gaman að fylgjast með hvað er í tísku hverju sinni og hef mjög gaman að því að breyta til. Fallegir litir, plöntur og blóm heilla mig mikið. En ég er einnig mjög hrifin af gæða vörum sem nýtast lengi og eru klassískar. Svo finnst mér frábært að endurnýta gamla hluti og húsgögn t.d. með því að mála eða breyta á einhvern hátt. Mitt drauma heimili væri uppgert gamalt hús með frönskum gluggum, fallegum loftlistum, rósettum og stóru eldhúsi.





Hvað/hver veitir þér helst innblástur?


Ég fæ innblástur allt í kringum mig. Það getur verið frá fólkinu í kringum mig, kaffihúsum og veitingastöðum, tímaritum, verslunum, samfélagsmiðlum og svo lengi mætti telja. Ferðalög til annarra borga veita mér sérstaklega mikinn innblástur en einnig að vera úti í fallegu náttúrunni á Íslandi.


Er eitthvert rými á heimili þínu í uppáhaldi hjá þér? Hvaða rými hefur þú lagt mesta áherslu á?


Við erum með samliggjandi eldhús og stofu og það er klárlega uppáhalds rýmið á heimilinu. Við fjölskyldan eyðum mestum tíma þar. Þar eldum við, borðum og eigum góðar stundir saman. Mér finnst frábært þegar eldhúsið og stofan eru í sama rými þar sem ég eyði svo miklum tíma í eldhúsinu. Þá er ég alltaf með fólkinu mínu. Ég legg mikla áherslu á að þetta rými sé notalegt og að okkur líði vel. Ég er mikið í því að breyta og betrumbæta í þessu rými en það er margt á óskalistanum t.d. nýtt borðstofuborð. Svo verð ég segja að svalirnar okkar er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær eru lokaðar og mjög rúmgóðar. Yndislegt að geta opnað fyrir sólina á sólríkum degi. Einnig nota ég svalirnar sem heimagert ljósmyndastúdíó og þar tek ég flest allar myndirnar sem koma frá mér.






Hvaða litir einkenna stílinn þinn? Hvaða efni eru í uppáhaldi?


Ég hrífst að náttúrulegum og ljósum litum í bland við dökka og hlýlega. Ég hef líka alltaf heillast af litríkum heimilum þar sem litirnir fá að njóta sín og eru paraðir fallega saman. Svo er ég mjög hrifin af efnum eins og bómul, hör, við, marmara og silki. Bastið kemur líka sterkt inn.


Hvernig uppgötvaðir þú La Boutique Design?


É g rakst á La Boutique Design á Instagram og varð strax mjög hrifin. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með Instagram reikningnum sem hefur veitt mér mikinn innblástur og það er margt komið á óskalistann. Flott hvað La Boutique Design býður upp á mikið úrval af fallegum vörum fyrir heimilið. Mér finnst einnig stefnan svo frábær að bjóða upp á fallega evrópska og vistvæna gæðahönnun. Ég hlakka til að halda áfram að fylgjast með!


Hvaða vörur La Boutique Design eru í uppáhaldi hjá þér?


É g er mjög hrifin af vörunum frá Staub. Svo fallegar og vandaðar vörur. Pottarnir og pönnurnar eru til í svo mörgum dásamlegum litum en mér finnst ljósgrái liturinn sérstaklega fallegur. Það er svo mikið skemmtilegra að elda í fallegum pottum. Það eru ótal mörg ljós í uppáhaldi hjá mér í La Boutique Design. Mér finnst t.d. ljósin frá DCW svo fögur og flott. Mantis veggljósin eru á óskalistanum mínum og ég er með góðan stað hér heima þegar að ljósið verður loksins mitt. Ég er einnig mjög hrifin af vörumerkjunum Handvark og Opjet Paris.


Hvaða verkefni eru á döfinni?


Það er ýmislegt sem við ætlum að breyta og betrumbæta á heimilinu en við fluttum inn í íbúðina fyrir tveimur árum síðan. Við eigum t.d. eftir að gera svefnherbergið okkar huggulegra. Svo eru mörg spennandi verkefni á döfinni hjá mér. Ég held áfram að deila girnilegum uppskriftum á Trendnet ásamt fleira skemmtilegu. Endilega fylgist með mér á instagram: hildurrutingimars.





Hér að neðan má sjá lista yfir þær vörur sem Hildur Rut valdi fyrir heimilið


STAUB Cocotte Round 28 cm
59.990 kr.
Velja
STAUB Pancake Pan Round Wood Handle 28 cm
19.990 kr.
STAUB Baking Dish Oval Iron 24 cm
19.990 kr.
STAUB Vintage Frying Pan Round Wood Handle
31.990 kr.
Velja
STAUB Saute Pan Round 24 cm
45.990 kr.
Velja
STAUB Sauce Pan Round Light Grey 14 cm
29.990 kr.
STAUB Spatula Olive Wood 33 cm
7.990 kr.
GOOD&MOJO Suspension Light Madagascar Natural
49.990 kr.
GOOD&MOJO Wall Lamp Kalimantan 44cm
29.990 kr.
OPJET PARIS Suspension Light Solaire 50cm
34.990 kr.
Velja
MARKET SET Suspension Light Screen XL 110cm
89.990 kr.
Velja
MARKET SET Wall Light Kokeshi 36cm
45.990 kr.
IT’S ABOUT ROMI Floor Lamp Chicago White
99.990 kr.
RED EDITION Chair Cane Without Armrest Black Leather
139.990 kr.
Velja
ALMOST Armchair 4th Oak
64.990 kr.
TOLIX Chair A Painted
49.990 kr.
Velja
LA CHANCE Coffee Table Zorro Smoke Glass & White Marble
299.990 kr.
MAZE Bedside Table F-shelf Left
32.990 kr.
Velja
OPJET PARIS Console Desk Juju 2 Drawers Cane Rattan 80cm
49.990 kr.
OPJET PARIS Bedside Table Juju 1 Drawer Wood & Cane Rattan 60cm
29.900 kr.
OPJET PARIS Mirror Efia Natural 61cm
9.990 kr.
RED EDITION Chair Cane Without Armrest Vanilla Leather
139.990 kr.
Velja
RED EDITION Chair Cane Without Armrest Tabac Leather
139.990 kr.
Velja
OPJET PARIS Suspension Light Solaire 65cm
39.990 kr.
MARKET SET Suspension Light Screen S 44cm
49.990 kr.
Velja
STAUB Pancake Pan Round Iron Handle 30cm
18.990 kr.
MAZE Bedside Table F-shelf Grey Left
32.990 kr.
Velja
OPJET PARIS Mirror Organic Bamboo Wood 50x75cm
18.990 kr.
OPJET PARIS Suspension Light Solaire Natural Linen 50cm
29.990 kr.
OPJET PARIS Suspension Light Rosinette Ceramic Wood 15cm
11.990 kr.
OPJET PARIS Bedside Table Fred Rattan 50cm
19.990 kr.