Danska merkið Notem Studio var stofnað árið 2017 en þau sérhæfa sig í framleiðslu á hágæða pappírs vörum en bæði hönnunin og framleiðslan fer öll fram í Danmörku. Vörurnar eru hannaðar út frá skandinavískum minimalisma með litríku ívafi.
Grafísku og litríku línurnar eru afar einkennandi stíll fyrir Notem vörurnar en þau bjóða upp á glæsilegt úrval af dagbókum, minnisbókum, skipulagsbókum, kortum og margt fleira. Markmið fyrirtækisins er endurvekja mikilvægi pappírsins í líf fólks og hjálpa þannig við hversdagsverkin.