-
Hver er Katrin (@managull_plontuveggir)?
Ég heiti Katrín Ólöf Egilsdóttir, ég á tvö yndisleg börn, Elísu sjö ára og Alexander þriggja ára, bý í vesturbæ Reykjavíkur en er uppalin á Vestfjörðum nánar tiltekið Tálknafirði. Ég er með mastersgráðu í Vinnusálfræði og BA í Sálfræði. Ég á og rek fyrirtækið Mánagull sem selur plöntuveggi og þjónustu tengd þeim til fyrirtækja og heimila. Ég stofnaði fyrirtækið í miðjum heimsfaraldri haustið 2020. Eftir að fæðingarorlofi lauk hjá mér með drenginn minn haustið 2019 fór ég í jógakennaranám. Á sama tíma jókst áhugi minn á plöntum hratt á stuttum tíma. Mig hafði lengi langað að stofna eigið fyrirtæki en aldrei fundist réttur tími. Svo þegar Covid19 skall á heiminn og ástand vinnumarkaðarins varð þar með ansi slæmt ákvað ég að slá til og byrjaði að selja plöntuveggi undir nafninu Mánagull.

- Hvenær uppgötvaðiru áhuga þinn á hönnun?
Ég hef haft mikinn áhuga á starfsumhverfi fólks og heilsu í langan tíma frekar en hönnun en þetta tengist að sjálfsögðu. Hönnun rýma getur skipt miklu máli varðandi heilsu fólks, Alltof algengt er að fólki líði ekki nógu vel í sínu vinnuumhverfi og eru jafnvel við lélega heilsu vegna starfsumhverfis, léleg . Árið 2011 var ég við nám í viðskiptaháskóla í Noregi að nema vinnusálfræði. Í meistaraverkefni mínu ákvað ég að skoða möguleg jákvæð áhrif lýsingar og gæða innilofts á starfsánægju, þátttöku í starfi og þreytustig starfsmanna í ýmsum fyrirtækjum. Ég persónulega hafði mikla trú á að þetta skipti máli. Sem hluti af rannsókninni tók ég viðtöl við starfsfólk Google í Osló. Google var valið vegna þess að framkvæmdarstjóri Google í Noregi á þessum tíma hafði einnig mikla trú á að þetta skipti virkilega máli. Í skrifstofurými Google í Osló var mikið af lifandi plöntum og skógarþema og lýsingin var sem líkust dagsljósi.
photo plantes et espaces de travail naturel
-
Hvernig myndir þú skilgreina þinn stíl? Hvers konar hönnun heillar þig?
Eins og kemur fram fyrir ofan hef ég mikinn áhuga á heilsu og náttúru. Vistvæn og umhverfisvæn hönnun er mér afar mikilvæg, við eigum bara eina plánetu og þurfum að hugsa vel um hana. Ég er frekar minimalísk og finnst langbest að hafa ekki of marga hluti í kringum mig, ég vil heldur hafa fáa hluti sem endast vel og eru framleiddir á umhverfisvænan hátt en mikið af hlutum. Til dæmis finnst mér best þegar jólaskraut er tekið niður þó það sé virkilega notalegt og huggulegt að setja það upp þá veitir það mér vellíðan að fjarlægja það og létta á inni hjá mér. Ég vel hluti í rýmið sem eru léttir og ljósir, vil reyndar hafa mikið af plöntum í kringum mig og heillast af litum.
environement colore et naturel

-
Hvað/hver veitir þér helst innblástur?
Náttúran veitir mér innblástur, ég fæ bestu hugmyndirnar þegar ég er úti og vel oft að sitja inni þar sem ég sé út. Útsýni og þægindi skipta mig máli. Lýsing og birta innirýma skiptir mig verulega miklu máli og þá sérstaklega á dimmasta tíma ársins og fyrir okkur sem búum á norðurhveli jarðar. Dagsbirtan er ansi lítil marga mánuði á hverju ári og hluti fólks þjáist í kjölfarið af árstíðabundnu þunglyndi. Einnig þekkjum við mörg að vera kraftminni og leiðari á þeim tíma sem dagsbirtan er sem minnst. Góð lýsing innirýma, sem ekki er of björt né of dimm, getur hjálpað til við að vega á móti þessum áhrifum. Ég hvet því alla að skoða þessi mál sérstaklega og íhuga hvernig birtan er á ykkar heimilum og vinnustöðum og hvort hægt væri að bæta hana á einfaldan hátt.
mettre en avant la lumiere
-
Er eitthvert rými á heimili þínu í uppáhaldi hjá þér? Hvaða rými hefur þú lagt mesta áherslu á?
Íbúðin mín er frekar lítil, ég hef valið staðsetningu fram yfir stærð. Eldhúsið og stofan eru eitt opið rými og við fjölskyldan eyðum mestum tíma við eldhúsborðið. Þar er stór plöntuveggur og virkilega notalegt að vera.
photo de l appartement
-
Hvaða litir einkenna stílinn þinn? Hvaða efni eru í uppáhaldi?
Eins og kemur fram hér fyrir ofan er ég hrifnust af ljósum og léttum litum. Hef samt gaman að því að hafa litríkt í kringum mig. Vil að heimilið mitt sé hlýlegt og notalegt. Finnst skemmtilegt að blanda saman persónulegum hlutum
Ég hrífst mest af efnum úr góðum gæðum, er hrifinn af ull og er með nokkrar ullargærur sem mér finnst mjög notalegar og fallegar. Er líka hrifin af vörum sem gerðar eru úr við og tré.
produits en bois entoure de plantes
-
Hvernig uppgötvaðir þú La Boutique Design?
Ég tók eftir þessari verslun fyrir þó nokkru síðan og fannst heillandi að vöruúrvalið er vistvænt og umhverfisvænt. Finnst vörurnar afar fallegar og mikið sem höfðar til mín, léttleiki, ljósar vörur ásamt litríkum öðruvísi vörum.
produits la boutique
-
Hvaða vörur La Boutique Design eru í uppáhaldi hjá þér?
Staub vörurnar finnst mér æðislegar, fallegir pottar og endingargóðir svo er hægt að velja úrval lita sem mér finnst alltaf skemmtilegt. Er líka mjög hrifin af Moulin Roty barnavörunum, mikið af fallegum litum og efnum.
-
Hvaða verkefni eru á döfinni?
Ég er með mörg spennandi verkefni á döfinni hjá fyrirtækinu mínu. Hef mikið verið að setja upp plöntuveggi hjá fyrirtækjum en mig langar að koma plöntuveggjum inn á fleiri heimili. Plöntuveggir eru eins og lifandi listaverk, þeir eru ekki bara fallegir og auðveldir í umönnun, plöntur bæta einnig loftgæði rýma og auka vellíðan fólks.